Japönsk pappírsgerðarlist í Nesi

Sunnudaginn 19. desember klukkan 13 til 17 verður haldið námskeið í japanskri pappírsgerðarlist á vegum Ness listamiðstöðvar. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Tatiana Ginsberg pappírslistakona frá Bandaríkjunum sem dvelur hjá Nesi.

Námskeiðið mun fara fram í vinnustofu Ness listamiðstöðvar að Fjörubraut 8 á Skagaströnd. Tatiana mun kenna þátttakendum að búa til pappír samkvæmt gömlum japönskum aðferðum.

Skráning fer fram hjá Ólafíu Lárusdóttur í síma 898-7877 eða með því að senda tölvupóst á netfangið olafia@neslist.is.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Vinsamlegast gerið ráð fyrir að fötin ykkar blotni og hafið með ykkur handklæði og föt til skiptana.

Við hlökkum til að sjá ykkur, segja þær Tatiana Ginsberg, leiðbeinandi og Aimée Xenou, skipuleggjandi.

Fleiri fréttir