(Jóla) Feykifín með frostrósir og flúff!

Þar sem Fröken Fabjúlöss finnst fátt fallegra og jólalegra en flúff, snjór, glimmer og rautt ákvað hún í tilefni útgáfu jólablaðs Feykis 2014 að kalla saman fegurðarteymi Fabjúlössmans og athuga hvort þau í sameiningu gætu ekki kallað fram einhvern hátíðleika!

Frökenin lagði upp með það í huga að jólaandinn væri ekki síður að finna í einfaldleika og ákvað því að fara þá leiðina að einblína aðallega á fallegt andlit módelsins og reyna að fanga jólin í augunum á henni! Eftir langa og stranga yfirlegu yfir myndunum höfum við í fegurðarteymi Fabjúlössmans komið okkur saman um að takmarkinu hafi fullkomlega verið náð!

Hár, förðun og stílísering: Hrafnhildur Viðarsdóttir aka Fröken Fabjúlöss með vörum úr jólalínum Smashbox og MAC
Ljósmyndari: Gunnhildur Gísladóttir
Eyrnaband og loðtrefill: Skagfirðingabúð/ Anna Sigga
Módel: Brynja Sif Harðardóttir

_R1A1877 _R1A1878 _R1A1879 _R1A1880 _R1A1881 _R1A1889 _R1A1895 _R1A1908 _R1A1914 _R1A1917 _R1A1922 _R1A1938

Fleiri fréttir