Jólablað Feykis er komið út

Jólablaðið Feykis kom út í dag. Að venju er blaðið fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Stefán Pedersen ljósmyndara á Sauðárkróki, sem rifjar upp nærri 60 ára feril í því fagi.

Þá er rætt við Þórdísi Þormóðsdóttur sem upplifði brunann í Málmey 1951. Karlakórinn Lóuþrælar gefur lesendum uppskrift að jólum, gæludýraeigendur segja frá jólum ferfætlinganna, skoðaðar eru skreytingar, förðun og fleira.

Blaðið í heild má skoða hér, en einnig hefur því verið dreift frítt á öll heimili á Norðurlandi vestra.

 

Fleiri fréttir