Jólablak hjá blakdeild Kormáks
Á blakæfingu hjá blakdeild Kormáks sl. þriðjudagskvöld fór fram svokallað jólablak. Þá var þeim krökkum sem aðstoðuðu við framkvæmd Íslandsmótsins í haust og blakkrökkunum sem nú æfa hjá Kormáki boðið í jólablakleiki með meistraflokknum. Að æfingu lokinni var svo slegið upp pizzuveislu í íþróttahúsinu.
Vel var mætt í jólablakið og allir skemmtu sér mjög vel. „Það er ljóst að framtíð blaksins í sveitarfélaginu er björt með þessa áhugasömu og duglegu krakka sem stunda íþróttina," segir á Facebooksíðunni Kormákur blak - aðdáendasíða.