Fréttir

Basile baneitraður í blálokin á Hlíðarenda

Tindastólsmenn skiluðu sér loks til landsins á laugardagskvöld eftir hetjuframmistöðu í Bratislava. Ekki komust strákarnir norður í Skagafjörð því Valsmenn biðu þeirra á Hlíðarenda í frestuðum leik sem fram átti að fara á laugardag. Hann var spilaður í kvöld og ef einhver þurfti á því að halda að láta reyna á gömlu góðu pumpuna þá brugðust þessir gömlu fjendur ekki. Úr varð naglbítur og réðust úrslitin á lokasekúndunum. Lokatölur 85-87.
Meira

Myndir frá réttarstörfum og smalamennsku í Húnaþingi

Það styttist óðfluga í fyrsta vetrardag en við getum nú varla verið annað en þakklát fyrir að mestu yndælt sumarveður sem oftar en ekki var bæði stillt og milt. Ef veðurspár næstu daga eru skoðaðar er ekki annað að sjá en að sæmilega milt veður sé í kortunum og skríður jafnvel yfir tíu gráðurnar um helgiina. Smalamennsku er að mestu lokið og almenn réttarstörf en Feykir falaðist eftir myndum hjá Eydísi Ósk sem myndaði af lipurð smalamennsku og réttarstörf á Vatnsnesinu.
Meira

Staðfest riðutilfelli á Kirkjuhóli

Hefðbundin riðuveiki í sauðfé hefur verið staðfest á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði. Í frétt á síðu Matvælastofnunar segir að grunur um riðuveiki hafi vaknað í síðustu viku hjá eigendum fjárins vegna dæmigerðra einkenna í einni þriggja vetra á og höfðu þeir umsvifalaust samband við Matvælastofnun. Kindin var aflífuð, sýni tekin úr henni og sett var á flutningsbann vegna rökstudds gruns um riðuveiki. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum hefur staðfest hefðbundna riðu í sýnunum.
Meira

Útsetning á þaragarði úti fyrir Heggstaðanesi

Fyrirtækið Sjótækni stendur að útsetningu á þaragarði úti fyrir Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að tilraunaverkefnið snúi að ræktun þara og mun útsetningu umgjarðarinnar í kringum verkefnið ljúka í dag en hún hófst 2. október. 
Meira

Dom Furness framlengir við Kormák/Hvöt

Þær stórbrotnu fréttir voru kynntar á Aðdáendasíðu Kormáks að knattspynuþjálfarinn Dominic Louis Furness hafi framlengt samning sinn við Kormák Hvöt um tvö ár og verði því við stýrið þegar blásið verður til 2. deildar karla sumarið 2026 og áfram.
Meira

Við skulum ganga suður með sjá

Sunnudaginn 12. október kl. 14 verður haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru síðan fyrsta ljóðabók Hannesar Péturssonar kom út. Bókin heitir því yfirlætislausa nafni Kvæðabók og kom út árið 1955. Hún var gefin út í 1.000 eintökum í upphafi og þau eintök ruku út og það var prentað annað upplag í snatri en fjöldi þeirra eintaka var aldrei gefinn upp.
Meira

Platan Lítill fugl með Ellý Vilhjálms í uppáhaldi hjá Lillý | EMELÍANA LILLÝ

Það er Króksarinn Emelí-ana Lillý Guðbrandsdóttir sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið en hún er tvítug á árinu. Hún hefur næstum því jafn lengi verið fastagestur í sviðslistum í Skagafirði, leikið með leikfélaginu nánast frá því að hún fór að ganga og svo hefur hún auðvitað sungið eins og engill frá fyrstu tíð.
Meira

Er búin að læra leikmannaskrá Tindastóls samviskusamlega

María Neves tók nýverið við starfi sem deildarstjóri þróunar, miðlunar og menningar hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Feykir hafði samband við Maríu og fékk aðeins að kynnast þessum nýja innflytjanda á Sauðárkróki. Hún var nefnilega innflutt frá Portúgal þegar hún var ungabarn eins og hún kemst sjálf að orði, alin upp á Vestfjörðum þar sem hún bjó til 16 ára aldurs. Suðvesturhornið tók síðan við af Vestfjörðunum þar sem hún bjó lengst af á Akranesi eða þangað til í fyrra þegar hún fékk frábært atvinnutækifæri á Akureyri. „Þá seldum við hjónin íbúðina okkar, settum búslóðina í kassa, allt upp í bíl og brunuðum norður.“ Frá Akureyri lá síðan leiðin á Sauðárkrók í lok apríl á þessu ári og líkar þeim vel.
Meira

„Takk fyrir góðar stundir elsku Donni!“

„Ég er virkilega ánægð með hvernig liðið kom til baka eftir að lenda 3-1 undir, sýnir mikinn karakter og okkar réttu hlið að gefast aldrei upp!“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls við Feyki að loknu 3-3 jafntefli gegn bróðir hennar og liði Fram í Úlfarsárdalnum í dag.
Meira

Sex marka hasar í Úlfarsárdalnum

Það er í raun alveg magnað en það eru í það minnsta átta ár síðan kvennalið Tindastóls spilaði leik í Íslandsmóti þar sem úrslitin skiptu ekki máli – annað hvort varðandi fall eða að vinna sér sæti í næstu deild fyrir ofan. Í það minnsta átta sumur þar sem það réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni hvert hlutskipti liðsins væri. Ekki einn leikur fyrr en loksins í dag. Það má því taka ofan fyrir Stólastúlkum sem voru sannarlega mættar til að vinna lið Fram þó fall væri þegar staðreynd. Þær höfðu ekki sigur, lentu 3-1 undir en settu undir sig hausinn og jöfnuðu. Lokatölur 3-3.
Meira