Jólafjör á Krók á morgun

Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á morgun laugardag kl. 15:30 og eru Skagfirðingar hvattir til að mæta galvaskir í bæinn og eiga góðan dag. Fjölmargt skemmtilegt verður í boði fyrir gesti og gangandi. Verslanir og þjónustufyrirtæki verða með ýmsar uppákomur, tilboð og lengri opnun. Þá verður skemmtun með Spútnik og Harasysturm á Mælifelli og ísbjörninn til sýnis á Náttúrustofu Norðurlands vestra

Jólatréð er venju samkvæmt gjöf frá  Kongsberg í Noregi. Þá eru hundaeigendur beðnir í tilkynningu frá sveitarfélaginu að bannað er að hafa hunda með á útisamkomur á vegum sveitafélagsins.

 Sem fyrr segir verður mikið um að vera og hér að neðan fylgir dagskráin:

Jólaföndur Safnaðarheimilið 10:00-12:00
-Jólaföndur á vegum Kompunnar
-Aðventuskreytingar úr efni frá Blóma- og gjafabúðinni
Allir velkomnir, börn í fylgd með fullorðnum!
Gestir kaupa efni á staðnum og fá aðstoð við að föndra

Aðventustemning í Aðalgötunni kl.14:00
-Maddömmurnar bjóða upp á kjötsúpu í Minjahúsinu og jólamarkaður í næsta húsi, létt stemmning í kringum Minjahúsið, söngur og gleði kl. 14:00-16:00
-Hestakerruævintýri. Ferð í hestvagni kl. 14:00-15:30
-Landsbankinn aðventustemmning 14:30-16:00.
-Ísbjörn til sýnis í húsi Náttúrustofunnar við Kirkjutorg 14:00-17:00.
-Blóma- og gjafabúðin. Kaffi, te og piparkökur. Opið frá 10-18:00.
-Kökuhlaðborð fyrir alla fjölskylduna. Sauðárkróksbakarí. Opið til 17:00.
-Kompan opin frá kl 13-17:00.
-Blómaskálinn boðið verður upp á piparkökur og jólate. Opið frá kl.10-18:00.
-Kúnst. Kynning á nýjum litum boðið verður upp á kaffi og vöflur. Opið frá kl. 14-16:00.
-Skagastúdíó. Opið hús 14:00-15:30.
-Myndlistasýning Benedikts S. Lafleur í Safnahúsinu kl.14:00.
-Tískuhúsið. Full búð að nýjum vörum. Opið frá 11-16:00.

Jólaljós tendruð á jólatré við Kirkjutorg kl. 15:30
-Félagar út Carmina Burana hópnum syngja jólalög
-Ávarp Sveitastjóra, Guðmundur Guðlaugsson
-Jólasveinar koma í heimsókn
-Dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög
Rögnvaldur spilar í Sauðárkrókskirkju kl. 16:00
Barnaskemmtun - ABBA-show á Mælifelli kl.16:00

Fleiri fréttir