Jólagjafakassi Kiwanisklúbbsins Freyju kominn í sölu

Nú munu Freyjur fara af stað með árlega jólagjafakassann og er innihald hans gómsætt Freyju sælgæti. Allur ágóði sölunnar rennur til góðgerðastarfsemi í heimahéraði, fyrir börnin.

Þetta er í annað skiptið sem Freyjur útbúa og selja jólagjafakassann en í fyrra safnaðist rúm milljón sem fer beint í uppbyggingu á fjölskyldugarði sem staðsettur verður á Sauðárkróki. Eru Freyjur búnar að fá úthlutað svæði sem verður afgirt og byggt upp með allskyns leiktækjum, grillaðstöðu, bekkjum og alls til þess að auka samveru fjölskyldunnar.

Að sögn Freyjanna mun því um hver jól safnast peningur fyrir nýju leiktæki sem mun prýða fjölskyldugarðinn svo hver kassi skiptir máli.

Kassinn inniheldur:
Rís með saltkaramellubragði 1 stk
Hlaup eðlur 150 g
Djúpur 150 g
Jóla dýr 110 g
Villiköttur 1 stk 

Pantanir má senda á steinunn@kiwanis eða í síma 8655146.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir