Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks næsta laugardag
feykir.is
Skagafjörður
28.11.2017
kl. 08.31
Rótarýklúbbur Sauðárkróks býður til jólahlaðborðs í íþróttahúsinu fyrir alla fjölskylduna nk. laugardag, 2. desember. Húsið opnar kl. 12 og þá verða Rótarýfélagar búnir að bera dýrindis mat á borðið og verða tilbúnir til að taka á móti gestum.
Eins og undanfarin ár þá er jólaveislan ókeypis en mörg fyrirtæki leggja hönd á plóginn til að gera þetta mögulegt. „Þetta samfélagsverkefni hefur vakið mikla athygli bæði hér á landi og erlendis enda ekki á hverjum degi sem boðið er til slíkrar veislu,“ segja Rótarýfélagar sem hvetja sem flesta til að kíkja við og njóta matarins.
Söfnunarkassi verður á staðnum fyrir þá sem vilja láta eitthvað að hendi rakna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.