Jólakortapósthús í Vallarhúsinu
feykir.is
Skagafjörður
18.12.2008
kl. 09.35
Þriðji flokkur kvenna í fótbolta minnir á jólakortapósthúsið sem opið verður í Vallarhúsinu á Sauðárkróki í dag fimmtudag, á morgun föstudag og laugardag milli 16 og 19.
Stelpurnar taka 50 krónur fyrir kortið og munu sjá um að bera út jólapóstin innanbæjar. Er jólakortapósthúsið liður í fjáröflun þriðja flokks sem hyggst halda í fótboltaferð til Svíþjóðar næsta sumar.