Jólaljós til styrktar börnum Ólafar Birnu

Kirkjukór Lágafellssóknar heldur styrktartónleikana "Jólaljós" sunnudaginn 16. nóvember n.k. í Guðríðarkirkju að Kirkjustétt 8 í Reykjavík. Að þessu sinni verður stutt við börn Ólafar Birnu Kristínardóttur, frá Bessastöðum í Húnaþingi vestra, sem lést sl. haust af völdum erfðasjúkdóms og var jarðsett í Melstaðarkirkjugarði.

Á Fésbókarsíðu viðburðarins segir að þetta verði léttir, skemmtilegir og fjölbreyttir tónleikar með gospel- og jólafíling í bland við klassískari númer. Aðgangseyrir á tónleikana er 3.000 kr.

Meðal listamanna sem fram koma eru Raggi Bjarna, Bjarni Ara, Biggi í Gildrunni, Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Áslaug Helga gospelsöngkona og Matti Sax, Tindatríóið, sönghópurinn Boudoir, Matthildur Hafliðadóttir, Kirkjukór Lágafellssóknar og fiðluleikarinn Matti Stef.

Fleiri fréttir