Jólamarkaður í Húnaveri

Hinn árlegi jólamarkaður í Húnaveri verður haldinn nk. laugardag, þann 6. desember. Þar verður að finna föt, handverk og ýmislegt fleira sem hægt er að versla í jólapakkann.

Húsið opnar klukkan 14.00 -18.00 og verður kaffisala á staðnum. Vakin er athygli á því að ekki eru allir söluaðilar með posa.

„Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í jólaskapi,“ segir loks í fréttatilkynningu.

Fleiri fréttir