Jólamót í körfubolta 26. des
Hið árlega jólamót Molduxa í körfuknattleik verður haldið á Sauðárkróki sunnudaginn 26. desember nk. Sniðið verður eins og undanfarin ár, í karlaflokki verður liðum aldursskipt í opinn flokk og síðan 35 + flokk.Í kvennaflokki er gert ráð fyrir einum flokki.
Einnig verður opið fyrir einstaklingsskráningu, bæði í karla- og kvennaflokki og þeim aðilum síðan raðað í lið fyrir upphaf móts. Þátttakendur þurfa að vera 16 ára eða eldri. Þátttökugjald á lið verður sama og síðast eða 12 þúsund á lið. Fyrir einstaklinga verður það 1000 kr.
Gert er ráð fyrir að mótið hefjist kl. 11 þann 26. des en það verður auglýst betur þegar nær dregur. Allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Skráning fer fram hjá:
Geira Eyjólfs í síma 894 5832 eða á netfangið geir@fnv.is eða
Palla Friðriks í síma 8619842 eða á netfangið pilli@simnet.is