Jólamót UMSS á laugardaginn

Hið árlega Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 18. Desember og  hefst keppni kl. 12:30 og lýkur um kl. 16:30.

Keppnisgreinar verða 35m hlaup, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, - og langstökk, þrístökk og hástökk án atrennu.  Keppt verður í opnum flokkum karla og kvenna, en í kúluvarpinu kasta allir með þyngd síns aldursflokks.

Þeir, sem tilbúnir eru til að aðstoða við framkvæmd mótsins, mega senda Gunnari þjálfara línu á storuakrar1@internet.is  og mæta kl. 12:00 á keppnisstað.

Fleiri fréttir