Jólamyndir óskast

 Við á Feyki.is ætlum í desember segja allri kreppuumræðu stríð á hendur og birta fallegar jólamyndir frá Norðurlandi vestra. Við skorum á þig lesandi góður að hjálpa okkur við þetta og senda inn skemmtilega jólamynd úr þínu umhverfi. Myndirnar verða síðan birtar jafnóðum og þær berast okkur. Sendið myndirnar á netfangið feykir@feykir.is. Eins óskum við eftir að fá upplýsingar um viðburði svo hægt sé að segja frá þeim hér inni.

Fleiri fréttir