Jólasjóður Rauða krossins í Austur-Húnavatnssýslu
Sjálfboðaliðar úr Rauða krossinum, Austur-Húnavatnssýsludeild, hafa stofnað sjálfstæðan jólasjóð og í samvinnu við félagsþjónustu A-Hún. verður hann notaður til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga sem á þurfa að halda á Blönduósi og nágrenni um jólin.
Þeim sem vilja leggja þessu verkefni lið er bent á reikningsnúmer jólasjóðsins 0307-13-110187, kt. 651114-0470. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Önnu Kr. Davíðsdóttur í síma 6917256 og hjá Auði Sigurðardóttir félagsmálastjóra í síma 455-4170.
„Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríkt komandi ár, viljum við þakka öllum þeim sem lögðu Rauðakrossinum á Blönduósi lið á árinu sem er að líða,“ segir í tilkynningu frá Rauðakross deildinni.