Jólatónleikar í Hóladómkirkju
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
12.12.2014
kl. 10.09
Miðvikudaginn 17. desember bjóða kirkjukór Hóladómkirkju og Skagfirski kammerkórinn til jólatónleika í Hóladómkirkju. Saman og sinn í hvoru lagi munu kórarnir syngja aðventu- og jólalög.
Stjórnendur kóranna eru Helga Rós Indriðadóttir og Jóhann Bjarnason. Sigríður Garðarsdóttir mun flytja hugvekju (ekki Sigríður Þorgrímsdóttir eins og fyrir mistök var auglýst í Sjónhorninu). Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og að þeim loknum verður boðið upp á kaffi og te Undir Byrðunni.