Jólatónleikar kirkjukórs Hólaneskirkju
Kirkjukór Hólaneskirkju heldur jólatónleika í kirkjunni miðvikudaginn 17. desember kl. 20:30. Í tilkynningu frá kórnum eru allir hvattir til að koma og eiga hugljúfa og notalega kvöldstund og öðlist hinn sanna jólaanda.
Fjöldi einsöngvara kemur fram á tónleikunum, en þau eru: Hafþór Gylfason, Halldór Gunnar Ólafsson, Helga Dögg Jónsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Herdís Þórunn Jakobsdóttir, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Jenný Lind Sigurjónsdóttir, Jón Ólafur Sigurjónsson, María Ösp Ómarsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Sigrún Rakel Tryggvadóttir
Tónlistarstjóri er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Hljómsveitina skipa Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson, Guðmundur Egill Erlendsson, Jón Ólafur Sigurjónsson, Laufey Lind Ingibergsdóttir, Skarphéðinn Einarsson og Valgerður Guðný Ingvarsdóttir. Um hljóðblöndun sér Ævar Baldvinsson.
Aðgangseyrir 1000 kr. sem rennur í ferðasjóð kórsins og í auglýsingu er vakin athygli á því að ekki er posi á staðnum. Styrktaraðilar tónleikanna eru Minningarsjóðurinn um hjónin frá Garði og Vindhæli og Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar.