Jólatónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu

Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu heldur sína árlegu jólatónleika í desember og fara þeir fram á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum. Fyrstu tónleikarnir vera haldnir á Húnavöllum, 15. desember og hefjast að loknum skóla.

Þriðjudaginn 16. desember verða tónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd og hefjast þeir klukkan 17. Þriðju og síðustu tónleikarnir verða svo í Blönduóskirkju, miðvikudaginn 17. desember og hefjast þeir klukkan 17.

Fleiri fréttir