Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra í dag
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
08.12.2014
kl. 11.17
Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra verða í grunn- og leikskóla Borðeyrar í dag, mánudaginn 8. desember, kl. 15:00 og í Félagsheimilinu Hvammstanga 13. desember n.k. kl. 13:00, 14:00 og 16:00.
Foreldrafélag tónlistarskólans verður með kakóveitingar og foreldrar leggja til kaffibrauð, eins og fram kemur í auglýsingu í Sjónaukanum.