Jólatónleikum á Húnavöllum frestað
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.12.2014
kl. 10.59
Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu heldur sína árlegu jólatónleika í desember og áttu fyrstu tónleikarnir að fara fram á Húnavöllum mánudaginn 15. desember næstkomandi. Vegna slæms veðurs síðustu daga hefur verið ákveðið að fresta tónleikunum. Í staðinn er áætlað að halda tónleikana seinni partinn í janúar á næsta ári.
Þriðjudaginn 16. desember verða jólatónleikar haldnir í Hólaneskirkju á Skagaströnd og hefjast þeir klukkan 17. Miðvikudaginn 17. desember verða jólatónleikar í Blönduóskirkju og hefjast þeir líka klukkan 17.