Jón Daníel nýr formaður Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga

Ný stjórn ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Nv kjördæmi. F.v. Teitur Björn, Bryndís Lilja, Guðný, Regína, Jón, Vignir og Haraldur. Á myndirnar vantar Sigríði Káradóttur. Mynd: Aðsend.
Ný stjórn ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Nv kjördæmi. F.v. Teitur Björn, Bryndís Lilja, Guðný, Regína, Jón, Vignir og Haraldur. Á myndirnar vantar Sigríði Káradóttur. Mynd: Aðsend.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga var haldinn í gærkvöldi. Góð mæting var á fundinn en þangað mættu tveir þingmenn kjördæmisins, þeir Haraldur Benediktsson og Teitur Björn Einarsson. Á fundinum var ný stjórn kjörin og gegnir Jón Daníel Jónsson formennsku hennar.

Með Jóni í stjórn eru þau Bryndís Lilja Hallsdóttir, Guðný Axelsdóttir, S. Regína Valdimarsdóttir, Sigríður Káradóttir og Vignir Kjartansson. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir