Jón Oddur og Jón Bjarni á svið í haust
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
07.09.2010
kl. 14.20
Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið haustverkefni ársins, en það mun verða leikrit um þá sívinsælu tvíbura Jón Odd og Jón Bjarna sem Guðrún Helgadóttir setti á prent en sagan varð strax vinsæl meðal íslenskra barna og var m.a. kvikmynduð.
Nú leitar Leikfélagið að fólki til að taka þátt í uppsetningunni og boðar til fundar í Leikborg sunnudaginn 12. september kl. 20:00. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því að setja upp leikrit eru velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.