Jónsmessuferð Léttfeta
feykir.is
Uncategorized
15.06.2014
kl. 10.25
Jónsmessuferð Léttfeta verður farin laugardaginn 21. júní að Reykjum á Reykjaströnd. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfinu kl 12:30. Verð er kr. 3300 og innifalið er dásemdar kjötsúpa og aðgangur að heitu pottunum.
Nauðsynlegt er að skrá sig í mat eigi síðar en þriðjudagskvöldið 17. Júní, hvort sem fólk ætlar ríðandi eða akandi. Leó (sími: 860 0048) og Unnar (sími 860 0023) taka við skráningum.