Jónsmessuhátíð helgina 17. - 19. júní

Undirbúningur fyrir Jónsmessuhátíðina á Hofsósi er nú í fullum gangi en hátíðin verður haldin helgina 17. til 19. júní. Heilmikið verður um að vera eins og undanfarin ár.

Hinn árlega Jónsmessuganga. Félagsmót Svaða. Kjötsúpa og kvöldvaka og dansleikur í Höfðaborg á föstudeginum. Knattspyrnumót,barnaskemmtun, dráttavélakeppni, tjaldmarkaður , grillveisla og dansleikur á laugadeginum svo eitthvað sé nefnt. Sundlaugin opin fram á kvöld og ljósmyndasýning í barnaskólanum. Það má því búast við sannkallaðri fjölskylduskemmtun þessa helgina og því tilvalið að merkja hana inn á dagatalið.

Fleiri fréttir