Jörð skalf í Fljótum og víðar
Í morgun kl. 7:36 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,7 sem átti upptök sín 11,2 km norðvestur af Siglufirði. Skjálftinn fannst vel á Siglufirði og á Ólafsfirði og einnig í Fljótum þar sem hlutir hristust í hillum með tilheyrandi hávaða að sögn Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur, kennara við Sólgarðaskóla. Skjálftans varð einnig vart á Hofsósi.
Ekki hafa fleiri skjálftar mælst í kjölfarið samkvæmt vef Veðurstofunnar. Á vefnum er að finna nákvæmt yfirlit yfir jarðhræringar og leiðbeiningar um viðbrögð við jarðskjálftum. Einnig geta þeir sem verða jarðskjálfta varir farið inn á sérstakan skráningarvef Veðurstofunnar og tilkynnt um skjálftann, svo sem stað og stund þegar hans varð vart, áhrif hans á fólk og hluti og fleira.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.