Jörð skelfur víða um norðanvert landið

Mynd sótt á vef Veðurstofunnar kl. 17:05 í dag.
Mynd sótt á vef Veðurstofunnar kl. 17:05 í dag.

Í dag klukkan 15:05 varð skjálfti af stærðinni 5.6 um 20 km NA af Siglufirði. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti var 4,1 og reið hann yfir um klukkan 16:40. Skjálftinn fannst víða um Norðurland, meðal annars á Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Dalvík og Húsavík að því er segir í frétt á mbl.is. Þá er Feyki kunnugt um að skjálftinn fannst víða í Skagafirði og allt vestur á Strandir.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að jarðskjálftahrina hefur staðið yfir á Tjörnesbrotabeltinu,  frá því um hádegi í gær. Eiga skjálftarnir upptök sín í hafinu, um 20 km NA af Siglufirði. Skjálftinn  sem varð um þrjúleytið í dag var stærsti skjálfti síðan 2012. „Hann var það stór að það er alls ekki óeðli­legt að hann finnst víða. Það hef­ur ekki verið svo stór skjálfti þarna síðan 2012. Við höf­um fengið til­kynn­ing­ar frá Húsa­vík, Skagaf­irði og víðar,“ seg­ir Sig­ríður Magnea Óskars­dótt­ir, nátt­úru­vár­fræðing­ur Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is. „Þetta er vel þekkt jarðskjálfta­svæði og það hafa orðið stærri skjálft­ar þarna áður fyrr. Þetta eru brota­skjálft­ar, jarðskorpu­hreyf­ing­ar, sem valda þessu og eru ekki óeðli­leg­ar.“

Á Facebooksíðu Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi orsakað grjóthrun í Mánárskriðum og Hafnarhyrnu fyrir ofan varnargarðinn á Siglufirði. Fólk er beðið að hafa varan á undir bröttum hlíðum á Tröllaskaga.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir