Jordyn Rhodes komin með leikheimild

Jordyn Rhodes spilar væntanlega sinn fyrsta leik á Króknum á sunnudaginn. MYND AF NETINU
Jordyn Rhodes spilar væntanlega sinn fyrsta leik á Króknum á sunnudaginn. MYND AF NETINU

Tindastóll teflir fram liði í þriðja skipti í efstu deild kvennafótboltans eftir ansi gott tímabil síðastliðið sumar. Besta deildin hefst nú á sunnudag og þá kemur FH í heimsókn á Krókinn. Það vita allir að það er bara ein Murr en hún hefur nú skipt um heimavöll og spilar með Fram í sumar í Lengjudeildinni. Jordyn Rhodes tekur hennar stöðu í fremstu víglínu og eru miklar vonir bundnar við hana.

Lið Tindastóls lék sinn síðasta æfingaleik fyrir mót á Skaganum um helgina og bar þar sigurorð af liði ÍA. Jordyn gerði bæði mörk Stólastúlkna. „Þetta var mjög flott frammistaða hjá okkar liði, vel spilaður leikur og stemningin var mjög góð,“ sagði Donni.

Í viðtali við Fótbolti.net segir Donni um Jordyn: „Hún er ótrúlega spennandi leikmaður og er með risa prófíl úr Kentucky háskólanum sem er stór skóli í Bandaríkjunum. Hún er búin að spila tvo leiki með okkur en bara æfingaleiki þar sem hún [var] ekki komin með leikheimild af einhverjum ástæðum. Hún er búin að gera fimm mörk í þeim leikjum. Ég held að hún eigi bara eftir að vaxa meira inn í það sem við erum að gera," sagði Donni og bætti við: „Hún hefur fullt af góðum kostum sem munu nýtast okkur vel inn í sumarið."

Eitthvað gekk brösuglega að fá leikheimild fyrir Jordyn en staðfesting gekk í gegn í dag. Hún ætti því vera klár í slaginn á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir