Kaffi Krókur rifinn
Í morgun var hafist handa við að rífa Kaffi Krók sem eyðilagðist í eldi í upphafi árs. Sigurpáll Aðalsteinsson sagði þetta vera fyrsta skrefið við að byggja upp nýjað stað.
-Ég reikna með að byggja upp í rólegheitunum í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, sagði Sigurpáll. Við byrjum allavega á grunninum. Teikningarnar eru til og svo sjáum við til hvað þetta tekur langan tíma.