Kaffihúsið við sjóinn – Café Bjarmanes á Skagaströnd
Tíminn.is var á ferð á Skagaströnd á dögunum og kom við á Café Bjarmanesi einu fallegasta kaffihúsi landsins sem rekið er af Steinunni Ósk Óskarsdóttur en þetta er fjórða sumarið sem kaffihúsið er opið. -Ef þú ert á leið um Norðurland vestra og hungrið er farið að segja til sín er ágætt að koma við á Skagaströnd. Þar við sjóinn í næstum aldargömlu húsi er kaffihús eitt sem laðar að marga ferðamenn á hverju sumri, segir í Tímanum.is.
Kaffihúsið er staðsett við sjóinn, beint á móti Kántrýbæ. Á heiðskýrum degi sjást fjöllin hinu megin við flóann og fyrir framan húsið, við tröppurnar sem liggja að framdyrum þess er alltaf logn og þegar sólin skín er þar mjög heitt. Þá er hægt að sitja úti á bekkjum og horfa yfir fjörðinn eða Skagastrandarhöfn eða fuglana á sjónum.
Umfjöllun Tímans.is er hægt að nálgast HÉR