Kanna á möguleika á málþing í samvinnu við Landsbyggðin Lifi
Trausti Bjarnason hefur lagt fram beiðni til Atvinnu- og ferðamálanefndar Skagafjarðar um fjárveitingu til undirbúnings málþings sem halda á í tengslum við aðalfund samtakanna Landsbyggðin lifi en stefnt er að því að fundurinn fari fram að Ketilási í haust.
Umfjöllunarefni málþingsins verður framtíð sveitanna og verkefnið "Sjálfbært Samfélag í Fljótum". Einnig er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi fram krafta síns fagfólks að undirbúningi þingsins.
Nefndin tekur jákvætt í þann hluta erindisins að Sveitarfélagið Skagafjörður haldi málþing um stöðu smærri samfélaga í samvinnu við samtökin "Landsbyggðin lifir" og fleiri aðila sem láta sig málefnið varða. Var sviðsstjóra falið að leita til hlutaðeigandi aðila varðandi undirbúnings mögulegs málþings auk þess að leggja fram kostnaðaráætlun og nánari hugmyndir fyrir næsta fund nefndarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.