Kanna áhuga fyrir á nýtingu á gistirými á Hofsósi

Kaupfélag Skagfi­rðinga svf. hefur ákveðið að kanna áhuga, meðal gistiþjónustuaðila í Skagafirði, á mögulegri nýtingu á efri hæð verslunarhúsnæðis félagsins á Hofsósi sem gistirými. „Ef nægur áhugi reynist er mögulegt að húsnæðið yrði standsett sem slíkt næsta vetur, og gerður leigusamningur við rekstraraðila frá og með 1. júní 2015, með langtímaleigu í huga,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu.   

Með auglýsingunni voru birt drög að grunnmynd þar sem teiknuð hafa verið níu herbergi ásamt snyrtingum og sameiginlegu rými.

Áhugasamir skulu láta vita, fyrir 1. ágúst 2014, með því að senda fyrirspurn í gegnum heimasíðu KS. Þeir gistiþjónustuaðilar sem hafa samband fá send frekari gögn um málið.

Fleiri fréttir