Kári og Hilmar sigruðu í Pöbb Quiz
Annað „Pöbb Quiz“ kvöldið var haldið á fimmtudagskvöldið á Pottinum og pönnunni á Blönduósi. Hér er á ferðinni spurningakeppni þar sem fólk kemur saman og tveir og tveir mynda lið og einn stjórnandi spyr 30 spurninga og verðlaun eru í boði fyrir þá sem svara flestum spurningum rétt.
Svo einfalt er það. Hvað heitir nýja torgið á Blönduósi, hver á þessi augu, hvað heitir þessi eyja, í hvaða landi fæddist Beethoven og fleiri spurningar komu í gær.
Sigurvegarar kvöldsins voru þeir Kári Kárason og Hilmar Örn Óskarsson en þeir svöruðu 21 spurningu rétt, í öðru sæti voru þeir Ágúst Þór Bragason og Auðunn Sigurðsson með 20 rétt svör og jöfn í 3-4 sæti voru þau Sigrún Zophoníasdóttir og Grímur Rúnar Lárusson og þau Anna Margret Sigurðardóttir og Sigurður Þorkelsson með 19 rétt svör.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.