Kassabílarallý og góðakstur á dráttarvélum
feykir.is
Skagafjörður
17.06.2014
kl. 15.51
Pardus vill minna krakka á Hofsósi og í nærsveitum á kassabílarallýið sem verður á dagskrá Jónsmessuhátíðarinnar. Nú er um að gera að reka saman nokkrar spýtur og taka þátt, bílarnir eiga að vera vélarlausir.
Farin verður létt þrautabraut á tíma. Flottasti kassabíllinn og besti tíminn verða verðlaunaðir.
Eins er minnt á góðaksturinn á dráttarvélunum en vélarnar þurfa að vera eldri en árgerð 1980. Í ár verður frumlegasti keppandinn verðlaunaður ásamt þeim sem nær besta tímanum.
Í fréttatilkynningu frá Pardus eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt og hafa gaman saman.