Kaupfélagið gerir sátt við Samkeppnisstofnun
Í yfirlýsingu frá Kaupfélagi Skagfirðinga kemur fram að KS hefur gert sátt við Samkeppnisstofnun varðandi aðkomu sína að máli sem snýst um samskipti Haga og átta kjötvinnslufyrirtækja í landinu, á undanförnum árum, varðandi forverðmerkingar á kjötafurðum.
Í yfirlýsingunni segir; -Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Haga að gera sátt við Samkeppnisstofnun sáum við okkur ekki annað fært en að ljúka málinu einnig með sátt. Við teljum að þetta verklag sem fólst í því að forverðmerkja útsöluverð á vörum eftir ákvörðun kaupanda hverju sinni hafi ekki orðið til að skaða neytendur. Ákveðið hefur verið að afleggja þetta verklag og um það eru aðilar sammála. Rétt er að fram komi að viðskipti Kaupfélags Skagfirðinga og Haga fólust eingöngu í viðskiptum með frosið og ferskt kjöt en ekki með unnar kjötvörur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.