Kettlingar finnast í Hegranesinu
Húsfreyja í Hegranesinu hafði samband við Feyki og sagði að kettlingur hafi fundist í útihúsi hjá sér, svangur, horaður og illa til hafður. Hann er mannvanur og vantar gott heimili.
Húsfreyjan sagðist vita til þess að tveir aðrir kettlingar á svipuðu reki hafi fundist í Nesinu og hún óttaðist að eigandinn hafi borið þá út til að losa sig við þá. Benda má fólki á það sem heldur að þetta sé mannúðlegri aðferð til að losna við kettlinga en láta svæfa þá, að svona ungir og óstálpaðir kettlingar hafa ekki mikla lífsvon í náttúrunni nú þegar vetur fer að ganga í garð. Þeir sem vilja aumkva sig yfir kettling og taka hann í fóstur geta haft samband við Þóreyju í Keflavík í síma 4536548.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.