Keyshawn Woods til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Í tilkynningu frá Stólunum segir að Keyshawn sé fjölhæfur leikmaður, ungur en reynslumikill og hefur spilað í efstu deildum í Hollandi, Póllandi og á Grikklandi þar sem hann var síðustu leiktíð.

Keyshawn er fæddur 1996 og því 26 ára gamall, er 191 sm á hæð og spilar í stöðu skotbakvarðar. Hann þykir mjög öflugur varnarmaður og góð skytta. „Hann mætir til landsins á allra næstu dögum, líkt og aðrir leikmenn liðsins. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í Síkið!“ segir í tilkynningu körfuknattleiksdeildarinnar.

Keyshaw Woods - tilþrifasyrpa af YouTube >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir