Kindum bjargað úr sjálfheldu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
22.09.2008
kl. 20.56
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga aðstoðaði sl. helgi Jóhann bónda á Skeggjastöðum við að ná ær og lambi sem voru komin í sjálfheldu við Vesturá , rétt neðan við Þverá.
Fórum við þrír félagar úr Húnum í verkefnið, fyrst var reynt að fara yfir ána en hún var alveg ófær svo fara þurfti frá Grundarási í Miðfirði til að komast að ánni og lambinu. Vel gekk að síga niður að þeim og hífa aftur upp og voru þær fegnar að vera lausar úr sjálfheldunni.
heimild: Heimasíða Húna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.