Kjarnafæði og Norðlenska í eina sæng

Eig­end­ur Kjarna­fæðis og Norðlenska hafa kom­ist að sam­komu­lagi um helstu skil­mála varðandi samruna fé­lag­anna. Starfsemi Kjarnafæðis fer að mestu fram á Svalbarðseyri auk þess sem félagið á SAH-Afurðir á Blönduósi, sláturhús og kjötvinnslu, og um þriðjungshlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga. Norðlenska rekur stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, en slátrun og afurðavinnsla sauðfjár er á Húsavík. Einnig rekur Norðlenska sláturhús á Höfn í Hornafirði og söluskrifstofu í Reykjavík.

„Með samruna fé­lag­anna eru eig­end­ur að bregðast við breyt­ing­um í rekstr­ar­um­hverfi mat­vælaiðnaðar und­an­far­in miss­eri. Það er mat eig­enda fé­lag­anna að sam­einað fé­lag sé bet­ur í stakk búið til að veita viðskipta­vin­um sín­um og birgj­um, ekki síst bænd­um, góða þjón­ustu á sam­keppn­is­hæfu verði“, seg­ir í til­kynn­ingu.

Félögin tvö  hafa átt í viðræðum um samruna frá því á haustmánuðum 2018 . Samkomulag um samruna félaganna er með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og hluthafafundar eiganda Norðlenska, Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi.   /FE

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir