Kjöt og ostar hreinlega fljúga út

Sannkölluð hátíðarstemning var í Skagfirðingabúð í gær en hinir árlegu bændadagar búðarinnar standa nú yfir. Að vanda fuku út heilu tonnin af kjöti, ostum og kartöflum og ljóst að viðskiptavinir búðarinnar sem sumir voru komnir langan vel voru þakklátir fyrir kjarabót í kreppunni.

Bændadögum lýkur í dag en eftir hádegið munu bændur mæta í búðina og kynna afurðir sínar fyrir viðskiptavinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir