Klakkur komst ekki klakklaust af stað
feykir.is
Skagafjörður
26.08.2014
kl. 09.33
Togarinn Klakkur kom inn til Sauðárkrókshafnar til löndunar í gær úr síðustu makrílveiðiferðinni. Lagði hann af stað í gærkvöld í hefðbundinn þorskveiðitúr eftir að hafa tekið veiðarfæri og annað „tilbehör,“ eins og segir á heimasíðu Skagafjarðarhafna.
Eitthvað hefur ákafinn verið mikill að komast á veiðar og hraustlega gefið í, því eldur varð laus í skorsteinshúsi. Ekki hafði verið siglt lengi og var því rennt upp að bryggju og eldur slökktur með aðstoð Brunavarna Skagafjarðar. Einhverjar skemmdir hafa orðið því skipið er ekki farið til veiða er þetta er skrifað, en reiknað er með brottför um hádegi, segir á vef Skagafjarðarhafna.