Knapamerkjafundur í kvöld
Almennur kynningarfundur um knapamerkin verður haldinn í Tjarnabæ í kvöld kl 20.00. Fundurinn er ætlaður öllum sem vilja afla sér upplýsinga um knapamerkin. Markmið þeirra og framkvæmd.
Fyrirlesari er Helga Thoroddssen og mun hún fjalla um knapamerkin almennt. Einnig mun Arndís Brynjólfsdóttir fjalla um knapamerkin út frá kennslu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.