Knattspyrnudeildin fær góða gjöf frá Þ. Hansen

Jói Þórðar ásamt kvennaliði Tindastóls, þjálfurum þeirra og Konna, aðstoðarþjálfara karlaliðsins, að auki. Læk á það! MYND: ÓAB
Jói Þórðar ásamt kvennaliði Tindastóls, þjálfurum þeirra og Konna, aðstoðarþjálfara karlaliðsins, að auki. Læk á það! MYND: ÓAB

Í gær afhenti Jóhannes Þórðarson, fyrir hönd Þ. Hansen ehf., knattspyrnudeild Tindastóls veglega gjöf í tilefni af þeim frábæra árangri sem meistaraflokkur kvenna náði síðastliðið sumar. Gjöfin var svokölluð VEO myndavél sem nýtist til að leikgreina æfingar og leiki. Allir flokkar knattspyrnudeidar geta nýtt sér búnaðinn en kvennaliðið hefur þó forgangsrétt – enda í efstu deild.

Feykir fékk Óskar Smára í þjálfaradúett Tindastóls til að segja frá þessum spennandi búnaði sem verður nú tekinn í gagnið. „Myndavélin sjálf heitir VEO , og er svokölluð Sport Camera. Hún virkar þannig að það var keyptur 7m hár standur, þ.e.a.s. stillanlegur standur, þannig að þú getur stillt hana eins ofarlega upp og þú vilt. Myndavélin eltir boltann og nær alltaf öllum vellinum í einu. Hún er nettengd við síma, þannig að þú sem þjálfari setur hana upp, tengir þig við vélina í símanum og ýtir á recordog þá byrjar hún að taka upp. Þannig að það þarf enginn að vera á vélinni sjálfri, heldur eltir hún boltann. Þú hleður svo leiknum eða æfingunni inn á serversem er tengdur á email og þaðan færðu leikinn í tölvuna. Með myndavélinni fylgir einnig klippiforrit til þess að klippa leikinn fyrir þjálfarann,“ segir Óskar Smári.

Hvernig hjálpar þessi búnaður þjálfurum?„Fyrir það fyrsta þá hjálpar það okkur þjálfurum að geta horft aftur á leikin. Farið vel yfir hlutina sem gerast á vellinum. Oft gerist það að þú upplifir eitthvað í momentinu í leiknum sem gæti svo verið allt annað en þín upplifun var og því er svo mikilvægt fyrir okkur þjálfarana að horfa aftur á alla leiki sem liðið spilar. Þetta gefur okkur lika tækifæri á því að klippa ákveðna hluti í leiknum, bæði neikvæða og jákvæða og fara yfir með liðinu. Leikmennirnir geta svo horft sjálfir á leikinn og farið vel yfir bæði sína eigin frammistöðu sem og liðsins,“ segir Óskar Smári og bætir við að lokum: „Við hjá knattspyrnudeild Tindastóls erum ofboðslega þakklát Þ. Hansen fyrir þessa frábæru gjöf, sem mun koma til með að nýtast deildinni til margra ára.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir