Kokkakeppni Árskóla - Myndband

Berglind Björg Sigurðardóttir, Karen Lind Skúladóttir og Dagmar Lilja Hreiðarsdóttir sigruðu í kokkakeppninni þetta árið. Mynd: PF.
Berglind Björg Sigurðardóttir, Karen Lind Skúladóttir og Dagmar Lilja Hreiðarsdóttir sigruðu í kokkakeppninni þetta árið. Mynd: PF.

Í Árskóla á Sauðárkróki fór fram sl. mánudag hin árlega kokkakeppni þar sem nemendur 9. og 10. bekkja kepptust um að útbúa besta matinn bæði hvað bragð og útlit varðar. Einbeitningin leyndi sér ekki hjá kokkunum og greinilegt að mikill metnaður fyrir verkefninu var hjá krökkunum.

Að sögn Ástu Búadóttur heimilisfræðikennara er mikill áhugi á matreiðslu hjá krökkunum en sú grein er valáfangi hjá þeim. Undirbúningur keppninnar er góður grunnur fyrir framtíðina og eykur færni þeirra á þessu sviði. Haldin er undankeppni og fimm lið komast áfram í úrslitakeppnina. Að þessu sinni sigruðu þær Berglind Björg Sigurðardóttir, Karen Lind Skúladóttir og Dagmar Lilja Hreiðarsdóttir, í öðru sæti lentu Birta Líf Hauksdóttir, Eyvör Pálsdóttir og Bjarney Lind Elefsen og í því þriðja enduðu Ragnar Ágústsson, Herjólfur Hrafn Stefánsson og Anna Sóley Jónsdóttir.

Fleiri fréttir