Komin í fjöldahjálparstöð á Hólmavík

Rauði krossinn á Hólmavík hefur nú opnað fjöldahjálparstöð í Félagsheimilinu á Hólmavík og voru ferðalangar á vegum FNV komnir þangað fyrir um 20 mínútum síðan. Þar fengu þeir að borða og hlaða síma og er nú beðið átekta hvort hægt verður að halda heimferðinni áfram í dag.

Feyki hafði samband við nemanda í hópnum sem sagðist að vonum feginn að vera kominn til byggða og sjá fram á að gista í húsi næstu nótt, hvort sem það verður á Hólmavík eða heima. Viðgerð á veginum við Skeljavík sunnan Hólmavíkur er enn ekki lokið og þegar Feykir hafði samband við Gísla Einarsson fréttamann hjá RÚV fyrir skemmstu sagðist hann hafa verið ferjaður með gröfu yfir bæði flóðið við Skeljavík og eins í Staðardal. Hann taldi nokkuð langt í land með veginn við Skeljavík, þar væru mun meiri skemmdir en í Staðardal.

Fram hefur komið í fréttum að fyrstu viðbrögð lögreglu voru að ráðleggja rútunni að snúa aftur yfir Steingrímsfjarðarheiði seint í gærkvöldi. Þetta töldu farþegar og bílstjóri óráðlegt vegna mikilla vatnavaxta og aðstæðna á heiðinni,enda voru þau nýbúin að fara yfir og töldu hættu á að vegurinn gæti rofnað á fleiri stöðum. Í vefnum vísi.is lýsir foreldri eins barnsins í hópnum yfir furðu sinni að þessum ráðleggingum lögreglu og því að ekki skildi reynt að koma með mat á staðinn frá Hólmavík.

Feykir hafði í morgun samband við Jón staðarhaldara í Reykjanesi sem færði hópnum mat í nótt. Hann sagði að sér hefði gengið ágætlega yfir heiðina og hann væri vanur að vera á ferð þarna um en ekkert vit hefði verið í að snúa rútunni við til gistingar í Reykjanesi. Veður og aðstæður til að snúa við þar sem rútan var stödd hefðu ekki boðið upp á það. Eins og fram hefur komið voru einnig flutningabílar sem biðu fyrir aftan rútuna, en þeir voru komnir í Staðardal upp úr klukkan eitt í nótt.

Meðfylgjandi myndir fékk Feykir hjá Gísla Einarssyni og sýna þær vel aðstæður þar sem rútan beið átekta í nótt.

Rútufarþegarnir náðu allir einhverjum nætursvefni eftir að þeim bárust samlokur og aðrar veitingar úr Reykjanesi. Mynd: GE: Rútufarþegarnir náðu allir einhverjum nætursvefni eftir að þeim bárust samlokur og aðrar veitingar úr Reykjanesi. Mynd: GE:

Ræsinu var komið fyrir til bráðabirgða og var rútan komin yfir á tólfta tímanum. Mynd: GE. Ræsinu var komið fyrir til bráðabirgða og var rútan komin yfir á tólfta tímanum. Mynd: GE.

Það má búast við að það hafi verið kærkomið að komast til Hólmavíkur eftir dvölina í rútunni. Mynd: GE. Það má búast við að það hafi verið kærkomið að komast til Hólmavíkur eftir dvölina í rútunni. Mynd: GE.

Krakkarnir héldu kyrru fyrir í rútunni í rúma þrettán tíma. Krakkarnir héldu kyrru fyrir í rútunni í rúma þrettán tíma.

Vegurinn rofnaði á um 7-10 metra kafla vegna vatnavaxta. Mynd: GE. Vegurinn rofnaði á um 7-10 metra kafla vegna vatnavaxta. Mynd: GE.

Fleiri fréttir