Kompan 10 ára
feykir.is
Skagafjörður
18.11.2008
kl. 14.53
Í dag eru 10 ár liðin síðan föndurbúðin Kompan opnaði á Sauðárkróki. -Þetta er nú bara venjulegur vinnudagur hjá mér, sagði Herdís föndur- og verslunarmaður í samtali við Feyki.is
Ég ætla að brosa aðeins breiðar, sagði Herdís innt eftir því hvort eitthvað sérstakt yrði gert í tilefni dagsins. –Ég er að sjálfsögðu óskaplega ánægð með að upphaflegu takmarki er náð og ég get sett mér nýtt að tóra í 10 ár í viðbót. Ég tek á móti fólki í dag sem vill föndra með mér sem og aðra daga. Hér er mikið úrval af vörum á góðu verði og allir velkomnir.