Konusund í rökkrinu
Gríðarleg aðsókn hefur verið í Sundlaugina á Hofsósi í sumar. Þar hafa starfsmenn tekið á móti rúmlega 20.000 sundgestum og til að ljúka frábæru sumri á að bjóða upp á konukvöld í rökkrinu, fimmtudagskvöldið 9.september kl.20:30
Er í orðsendingu frá sundlaugarvörðum bent á að um sé að ræða flott kvöld fyrir saumaklúbba, vinkonuhópa og aðrar skvísur.
Boðið verður upp á tískusýningu frá Tískuhúsinu, sundfatatíska frá KS Hofsósi, fordrykkur, veitingar, lifandi tónlist á bakkanum, snyrtivörukynning frá Volare og skemmtilegheit.
1500kr inn og glæsilegir happdrættisvinningar.
18 ára aldurstakmark verður í laugina þetta kvöld. skránig í síma 455-6070 eða á mailið audurbirgis@gmail.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.