Körfuboltabúningar barnanna komnir

Búningarnir sem pantaðir voru fyrir áramót fyrir yngri flokka Tindastóls í körfubolta eru nú komnir úr framleiðslu frá Henson. Búningarnir verða afhentir nú í vikunni en líklega munu þjálfarar hvers flokks fyrir sig sjá um afhendinguna og verður það auglýst nánar á heimasíðu Tindastóls.
 
Það er Sparisjóðurinn Skagafirði sem styrkir búningakaupin, en kostnaður á hvern iðkanda er kr. 3000 og verða búningarnir ekki afhentir nema gegn greiðslu.

Fleiri fréttir