Kortavefsjá SSNV

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að SSNV og Hvítárós ehf. hafa gert með sér þjónustusamning um uppfærslur og viðhald á gagnagrunni sem fyrirtækið hefur sett upp fyrir landshlutasamtökin. Er gagnagrunnurinn aðgengilegur á heimasíðu samtakanna undir flipanum Kortavefsjá SSNV og inniheldur hann upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem verða þarna aðgengilegar á einum stað. Tilgangur gagnagrunnsins er meðal annars að veita innviðaupplýsingar um svæðið sem nýtast væntanlegum fjárfestum.

Kortavefsjáin er í sífelldri vinnslu og tekið er á móti ábendingum um það sem betur má fara eða upplýsingar sem vantar á ssnv@ssnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir