Kortin í póst á morgun

Pósturinn minnir á síðasta örugga skiladag sendinga jólakorta og jólapakka innanlands fyrir jólin, 19.desember, svo allt skili sér í tæka tíð fyrir jólin.

Síðasti dagur fyrir TNT hraðsendingar til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn 18.desember en 19.desember fyrir TNT hraðsendingar til Evrópu.

Pósturinn tekur alltaf á móti jólapósti en öruggast er að senda jólapakkana og jólakortin fyrir ofangreindar dagsetningar.

Fleiri fréttir