Kráarkvöld Dagdvalar og íbúa HSN 21. mars

Söngurinn ómaði á kráarkvöldi  í september sl. Mynd: FE.
Söngurinn ómaði á kráarkvöldi í september sl. Mynd: FE.

Þau leiðu mistök urðu í Sjónhorni að röng dagsetning fylgdi með kráarkvöldi Dagdvalar og íbúa HSN á Sauðárkróki. Rétt er að kráarkvöldið fer fram fimmtudaginn 21. mars frá kl 19:00 – 21:00. Sr. Gylfi mætir ásamt Geirmundi, Margeiri og Jóa sem munu sjá um stemninguna!

Líkt og áður verður hægt að kaupa sér léttar veitingar í glas og svo verður boðið upp á vatn og kaffi! „Aðstandendur eru hvattir til að koma og eiga með okkur ánægjulega kvöldstund. Höfum gaman saman,“ segir í tilkynningu undirbúningsnefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir